Innlent

Ísland fær tvo mánuði til þess að svara ESA

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur óskað eftir því að íslensk stjórnvöld svari áliti ESA frá því í maí, innan tveggja mánaða, vegna niðurstöðu þjóðatkvæðagreiðslunnar um Icesave.

Í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar segir að eftir að stofnuninni hafi borist svar þá verði staðan metin upp nýtt og næstu skref ákveðin. Ef bréfið breytir ekki frumniðurstöðum ESA, verður Íslendingum send lokaviðvörun.

Bregðist ríkisstjórnin ekki við niðurstöðu ESA verður málið sent til EFTA-dómstólsins.

Í niðurstöðum ESA segir að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×