Masters: Hver er Charl Schwartzel? 11. apríl 2011 09:45 Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. AP Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. Schwartzel sigraði á sínu fyrsta risamóti í gær en hann gerðist atvinnumaður árið 2002 og er hann þriðji yngsti kylfingurinn sem hann nær að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni með því að komast í gegnum úrtökumótið þá rétt rúmlega 18 ára gamall. Schwartzel átti erfitt með að lýsa því hvernig honum leið í gær þegar hann fékk græna jakkann eftir sigurinn. Fyrir 50 árum skrifaði landi hans Gary Player nýjan kafla í golfsöguna þegar hann sigraði á Mastersmótinu í fyrsta sinn á ferlinum en fram að þeim tíma höfðu kylfingar frá Bandaríkjunum einokað titilinn. Schwartzel er aðeins þriðji kylfingurinn frá Suður-Afríku sem sigrar á Mastersmótinu en Trevor Immelmann sigraði árið 2008. „Þessi dagur var ótrúlegur, áhorfendur voru frábærir og það voru fagnaðarlæti út um allt á vellinum og andrúmsloftið var magnað," sagði Schwartzel. „Ég fann að ég þurfti að gera eitthvað þegar Adam Scott var byrjaður að fá fugla – og ég sló vel með járnunum inn á flöt og ég púttaði vel," sagði Schwartzel sem fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum. Það var sérstök tilfinning að ganga upp 18 brautina, ég var aðeins með eitt högg í forskot, og ég reyndi að halda ró minni. Eitt högg er ekki mikið forskot og ég held ég hafi aldrei talað eins mikið við æðri máttarvöld – en ég talaði stanslaust við sjálfan mig á lokaholunum," sagði Schwartzel. Hann sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti árið 2005 á Evrópumótaröðinni þegar hann lék best allra á Dunhill meistaramótinu. Hann komst í hóp 100 efstu á heimslistanum árið 2006 og hann sigraði í annað sinn á Evrópumótaröðinni árið 2007 á opna spænska meistaramótinu. Árið 2008 sigraði hann á opna Madrídarmótinu en hann náði ekki að sigra á atvinnumóti árið 2009. Í lok ársins 2010 vann hann tvö mót í röð á Evrópumótaröðinni sem fram fóru í Suður-Afríku, og hann varði titilinn á opna Jóhannesaborgarmótinu árið 2011. Hann fékk keppnisrétt á PGA mótaröðinni s.l. haust og er sigur hans á Mastersmótinu því fyrsti sigur hans í Bandaríkjunum frá upphafi. Golf Tengdar fréttir Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. Schwartzel sigraði á sínu fyrsta risamóti í gær en hann gerðist atvinnumaður árið 2002 og er hann þriðji yngsti kylfingurinn sem hann nær að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni með því að komast í gegnum úrtökumótið þá rétt rúmlega 18 ára gamall. Schwartzel átti erfitt með að lýsa því hvernig honum leið í gær þegar hann fékk græna jakkann eftir sigurinn. Fyrir 50 árum skrifaði landi hans Gary Player nýjan kafla í golfsöguna þegar hann sigraði á Mastersmótinu í fyrsta sinn á ferlinum en fram að þeim tíma höfðu kylfingar frá Bandaríkjunum einokað titilinn. Schwartzel er aðeins þriðji kylfingurinn frá Suður-Afríku sem sigrar á Mastersmótinu en Trevor Immelmann sigraði árið 2008. „Þessi dagur var ótrúlegur, áhorfendur voru frábærir og það voru fagnaðarlæti út um allt á vellinum og andrúmsloftið var magnað," sagði Schwartzel. „Ég fann að ég þurfti að gera eitthvað þegar Adam Scott var byrjaður að fá fugla – og ég sló vel með járnunum inn á flöt og ég púttaði vel," sagði Schwartzel sem fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum. Það var sérstök tilfinning að ganga upp 18 brautina, ég var aðeins með eitt högg í forskot, og ég reyndi að halda ró minni. Eitt högg er ekki mikið forskot og ég held ég hafi aldrei talað eins mikið við æðri máttarvöld – en ég talaði stanslaust við sjálfan mig á lokaholunum," sagði Schwartzel. Hann sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti árið 2005 á Evrópumótaröðinni þegar hann lék best allra á Dunhill meistaramótinu. Hann komst í hóp 100 efstu á heimslistanum árið 2006 og hann sigraði í annað sinn á Evrópumótaröðinni árið 2007 á opna spænska meistaramótinu. Árið 2008 sigraði hann á opna Madrídarmótinu en hann náði ekki að sigra á atvinnumóti árið 2009. Í lok ársins 2010 vann hann tvö mót í röð á Evrópumótaröðinni sem fram fóru í Suður-Afríku, og hann varði titilinn á opna Jóhannesaborgarmótinu árið 2011. Hann fékk keppnisrétt á PGA mótaröðinni s.l. haust og er sigur hans á Mastersmótinu því fyrsti sigur hans í Bandaríkjunum frá upphafi.
Golf Tengdar fréttir Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50