Innlent

Árni Þór tekur við af Guðfríði Lilju

JMI skrifar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var felld úr embætti þingflokksformanns Vinstri grænna í óvæntri kosningu um embættið á þingflokksfundi í dag. Árni Þór Sigurðsson,  sem gengt hefur embættinu í fæðingarorlofi hennar,  var kosinn í hennar stað.

Á þingflokksfundi í dag var óvænt borin upp tillaga um Árni Þór settist varanlega í stól þingflokksformanns Vinstri grænna. En Guðfríður Lilja, fráfarandi þingflokksformaður, kom til starfa í þingflokknum í dag eftir fæðingarorlof.

Guðfríður Lilja segir þetta hafa komið sér á óvart, sérstaklega í ljósi þeirra reglna sem gilda um að konur eigi að geta gengið að fyrri störfum eftir fæðingarorlof.

Árni Þór segir í samtali við fréttastofu að stjórn þingflokks sé kosin í október á hverju ári. Guðfríður Lilja hafi óskað eftir fresti á kosningunni þar til hún sneri til baka úr fæðingarorlofi. Þá kveðst Árni hafa átt fundi með Guðfríði Lilju þar sem sameiginleg ákvörðun hafi verið tekin um að kjósa í stöðuna. Guðfríði Lilju hafi því mátt vera fullljóst að þessi tillaga yrði borin upp á fyrsta þingflokksfundi hennar að loknu barnseignarleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×