Íslenski boltinn

Leikur Fylkis og Grindavíkur fer fram í Kórnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það fer leikur fram í Pepsi-deildinni í þessu glæsilega knatthúsi í Kópavoginum. Mynd/Vilhelm
Það fer leikur fram í Pepsi-deildinni í þessu glæsilega knatthúsi í Kópavoginum. Mynd/Vilhelm
Nýr kafli verður skrifaður í íslenska knattspyrnusögu á mánudaginn þegar leikur í efstu deild karla fer í fyrsta skipti fram innan dyra. KSÍ hefur ákveðið að færa leik Fylkis og Grindavíkur inn í knatthúsið Kórinn í Kópavogi.

Heimavöllur Fylkis er ekki tilbúinn og þess vegna hefur verið ákveðið að færa leikinn inn í hús.

"Þetta hefur verið að gerjast síðan í hádeginu. Völlur Fylkismanna er ekki klár í slaginn og því var ákveðið að færa leikinn inn í hús sem uppfyllir öll skilyrði," sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi.

Birkir sagði að það hafi verið ósk Fylkis að færa leikinn inn í hús.

"Frestunarmöguleikinn var ekki fyrir hendi. Ég veit ekki hvernig samskipti félaganna voru með að skipta um heimaleik," sagði Birkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×