Viðskipti erlent

Milljón manns sóttu um vinnu á McDonalds

Alls sóttu milljón manns um 50.000 laus störf hjá hamborgarakeðjunni McDonalds í apríl mánuði. Raunar voru 62.000 manns ráðnir eða um 24% fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir. 938.000 manns máttu hinsvegar sjá á eftir starfi hjá keðjunni.

Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no.  Þar er haft eftir Erik Bruce hjá Nordea Markets að þessi gríðarlegi áhugi á því sem flokkað er láglaunastarf endurspegli hið mikla atvinnuleysi sem ríkir í Bandaríkjunum. Þar að auki eru atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum þannig saman saumaðar að menn vilja heldur vera í illa launuðum ófaglærðum störfum en á bótum.

Það að McDonalds hafi ákveðið að ráða tugi þúsunda manna í vinnuna núna sýnir svo aftur á móti að efnahagsbatinn er hafinn í Bandaríkjunum þótt hann sé kannski ekki mikill að vöxtum né stöðugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×