Viðskipti erlent

Deutsche Bank tapaði 9 milljörðum á Actavis

Deutsche Bank bókfærði 55 milljón evra eða um 9 milljarða kr. tap vegna Actavis á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um uppgjör Deutsch Bank fyrir ársfjórðunginn sem reyndist töluvert yfir væntingum sérfræðinga.

Í frétt Bloomberg segir að fjárfestingardeild Deutsche Bank í fyrirtækjum hafi skilað tapi upp á 165 milljónir evra og er tapið af Actavis því þriðjungur af þeirri upphæð.

Stefan Krause fjármálastjóri Deutsche Bank segir að Actavis Group ætti að skila viðunandi niðurstöðu úr rekstri sínum á þessu ári en fyrirtækið var endurskipulagt í fyrra og komst þá að mestu í eigu bankans.

Hvað rekstur Deutche Bank í heild varðar á fyrsta ársfjórðungi ársins skilaði bankinn hagnaði upp á 2,1 milljarð evra eftir skatta. Þetta er annar mesti hagnaður á ársfjórðungi í sögu bankans. Sérfræðingar höfðu hinsvegar gert ráð fyrir 1,8 milljarða evra hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×