Stærsti gullforðinn er í Sviss - miðað við mannfjölda 27. apríl 2011 21:33 MYND/AP Gullverð er í hæstu hæðum þessa dagana og kemur það sér vel fyrir þau lönd sem hafa verið dugleg við að safna í forðann. Tímaritið The Economist hefur tekið saman töflu yfir þau lönd sem eiga mest af gulli miðað við hvert mannsbarn. Sviss trónir á toppi listans en forðinn þar nemur rúmum sex þúsund dollurum á hvert mannsbarn, eða um 670 þúsund krónum. Það nemur um fjórum únsum á hvert mannsbarn. Heildar gullforði Svisslendinga nemur rúmum þúsund tonnum. Líbanon fylgir í kjölfarið þegar hlutfallslegur forði er mældur og Þjóðverjar eru í þriðja sæti. Líbanir komu sér upp miklum gullforða á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar þegar landið var fjármálamiðstöð Miðausturlandsa. Í borgarastríðinu sem síðar geisaði í landinu tókst deiluaðilum ekki að snerta við forðanum og er sagt að þáverandi seðlabankastjóri landsins hafi sofið í gullgeymslunni til þess að koma í veg fyrir að misvitrir stjórnmálamenn kæmust með puttana í gullið.MYND/EconomistBandaríkjamenn sitja hinsvegar á mestu gullbirgðum heimsins ef ekki er litið til mannfjölda, en í forðabúri þeirra eu rúm átta þúsund tonn af gulli. Kínverjar koma ekki fyrir á listanum enda hafa þeir verið meira í því að safna ríkisskuldabréfum frekar en að bæta við gullforðann. Sérfræðingar velta því hins vegar fyrir sér hvað myndi gerast ef Kínverjar ákveða að snúa sér í meiri mæli að gullsöfnun. Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gullverð er í hæstu hæðum þessa dagana og kemur það sér vel fyrir þau lönd sem hafa verið dugleg við að safna í forðann. Tímaritið The Economist hefur tekið saman töflu yfir þau lönd sem eiga mest af gulli miðað við hvert mannsbarn. Sviss trónir á toppi listans en forðinn þar nemur rúmum sex þúsund dollurum á hvert mannsbarn, eða um 670 þúsund krónum. Það nemur um fjórum únsum á hvert mannsbarn. Heildar gullforði Svisslendinga nemur rúmum þúsund tonnum. Líbanon fylgir í kjölfarið þegar hlutfallslegur forði er mældur og Þjóðverjar eru í þriðja sæti. Líbanir komu sér upp miklum gullforða á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar þegar landið var fjármálamiðstöð Miðausturlandsa. Í borgarastríðinu sem síðar geisaði í landinu tókst deiluaðilum ekki að snerta við forðanum og er sagt að þáverandi seðlabankastjóri landsins hafi sofið í gullgeymslunni til þess að koma í veg fyrir að misvitrir stjórnmálamenn kæmust með puttana í gullið.MYND/EconomistBandaríkjamenn sitja hinsvegar á mestu gullbirgðum heimsins ef ekki er litið til mannfjölda, en í forðabúri þeirra eu rúm átta þúsund tonn af gulli. Kínverjar koma ekki fyrir á listanum enda hafa þeir verið meira í því að safna ríkisskuldabréfum frekar en að bæta við gullforðann. Sérfræðingar velta því hins vegar fyrir sér hvað myndi gerast ef Kínverjar ákveða að snúa sér í meiri mæli að gullsöfnun.
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira