Fótbolti

Leikmenn lokaðir inn í búningsklefunum á Bernabéu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu hefur fyrirskipað það að leikmenn Real Madrid og Barcelona skulu halda kyrru fyrir í búningsklefanum sínum á Santiago Bernabéu þar sem Barcelona vann 2-0 sigur á Real í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld.

Það var mikill hiti í mönnum í leiknum og þýski dómarinn Wolfgang Stark hafði nóg að gera. Hann sýndi José Manuel Pinto, varamarkverði Bracelona, rauða spjaldið í hálfleik og rak síðan Pepe útaf eftir 61. mínútu í seinni hálfleik. Í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, rekinn upp í stúku.

Lionel Messi gerði út um leikinn með tveimur flottum mörkum á síðustu fjórtán mínútunum en síðara mark hans mun sjá til þess að leiksins verður minnst fyrir fótbolta en ekki fyrir leiðindin sem settu svo mikinn svip á hann lengstum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×