Fótbolti

Mourinho tókst loksins að pirra Guardiola

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guardiola er orðinn þreyttur á Mourinho.
Guardiola er orðinn þreyttur á Mourinho.
Orðastríð þjálfara Real Madrid og Barcelona færist í aukana með hverjum leik en þriðja orrusta liðanna í fjögurra leikja stríðinu fer fram í Madrid í kvöld. Þá mætast þau í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Jose Mourinho, þjálfari Real, gagnrýndi Guardiola fyrir að kvarta yfir ákveðnum dómum í bikarúrslitaleik liðanna.

"Hingað til hafa verið tveir hópar af dómurum. Lítill hópur sem talar ekki um dómara og stærri hópur sem kvartar þegar dómarar gera stór mistök. Ég er í þeim hópi. Pep er nú búinn að stofa nýjan hóp þar sem hann er eini meðlimurinn. Sá hópur gagnrýnir rétta dóma dómarans. Það hef ég aldrei séð áður," sagði Mourinho en Guardiola var ekki til í að sitja þegjandi undir þessum ummælum.

"Klukkan 18.45 hittumst við á vellinum. Utan vallar hefur hann þegar unnið. Í blaðamannaherberginu er hann helvítis maðurinn og ekkert annað. Maður sem veit allt um fótbolta og ég nenni ekki að keppa þar," sagði Guardiola en Mourinho virðist loksins hafa tekist að pirra hann enda ekki á hverjum degi sem Pep notar dónaleg orð í viðtölum.

"Ég nenni ekki að spila þennan leik með honum, ég kann það ekki. Ég þarf ekki að útskýra orð mín. Ég hef óskað Madrid til hamingju með bikarinn sem það átti skilið að vinna. Mourinho er búinn að vinna leikinn utan vallar en við sjáum hvað gerist á vellinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×