Viðskipti erlent

Kínverjar og Bandaríkjamenn ætla að funda um gjaldmiðlareglur

Umferð í Peking.
Umferð í Peking.
Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa ákveðið að taka upp viðræður um reglur varðandi gengi á gjaldeyri.

Talsverður kuldi er í samskiptum ríkjanna eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið sakaði Kínverja um að halda gengi kínverska gjaldmiðilsins of lágu.

Fjármálaráðuneytið bandaríska segir Kínverja halda genginu niðri til að geta flutt vörur út úr landinu á auðveldari hátt en Kína er stærsti útflytjandi veraldar.

Júaninn hefur hinsvegar hækkað um 5 prósent á einu ári gagnvart dollaranum en sérfræðingar segja gengið engu að síður of lágt miðað við raungengi.

Kína hefur beinlínis blómstrað í kreppunni en Evrópusambandið og Bandaríkin hafa áhyggjur af því að kínversk yfirvöld séu að ná ósanngjörnu forskoti á önnur ríki með lágu gengi kínverska júansins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×