Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða KMU skrifar 23. apríl 2011 18:50 Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp. Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp.
Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30