Fótbolti

Vonir Napoli orðnar litlar, en Inter gefst ekki upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Markaskoraranir fagna í dag. Mynd. / Getty Images
Markaskoraranir fagna í dag. Mynd. / Getty Images
Átta leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og fjölmargir skemmtilegir leikir litu dagsins ljós. Palermo vann óvæntan sigur, 2-1, gegn Napoli og gerðu gott sem útum meistaravonir Napoli, en þeir eru sex stigum á eftir AC Milan sem á leik til góða.

Simone Perrotta, leikmaður Roma, hélt lífi í vonum þeirra á að komast í Meistaradeild Evrópu með marki sínu gegn Chievo, en liðið vann mikilvægan sigur 1-0.

Mirko Vucinic, leikmaður Roma, virðist enn eiga erfitt með að finna markið en hann fékk nokkur góð færi en ekkert gekk.

Inter Milan vann virkilega góðan sigur, 2-1,  gegn Lazio en mörk Inter skoruðu Wesley Sneijder og Samuel Eto. Mauro Zárate skoraði eina mark Lazio. Samuel Eto tryggði Inter sigurinn í byrjun síðari hálfleiks.

Inter komst uppfyrir Napoli með sigrinum og er nú í öðru sæti deildarinnar með 66 stig.





Úrslit dagsins:

AS Roma 1 - 0 Chievo

Bari 0 - 1 Sampdoria

Bologna 0 - 2 Cesena

Cagliari 1 - 2 Fiorentina

Genoa 4 - 2 Lecce

Inter Milan 2 - 1 Lazio

Palermo 2 - 1 Napoli

Udinese 0 - 2 Parma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×