Erlent

Harðasti lögreglustjóri Bandaríkjanna heldur sérkennilega keppni

Meðal þeirra sem taka þátt í keppninni.
Meðal þeirra sem taka þátt í keppninni.
Bandaríski lögreglustjórinn Joe Arpaio, sem er kallaður harðasti lögreglustjóri Bandaríkjanna í þarlendum fjölmiðlum, hefur tekið upp á sérkennilegri nýlundu í Arizona.

Hann birtir einstaklega slæmar fangamyndir af mönnum sem hann hefur handtekið á heimasíðu lögregluembættisins. Svo geta áhugsamir farið inn á heimasíðuna og kosið þann versta.

Lögreglustjórinn virðist starfa í anda laga sem giltu í Villta vestrinu á öldum áður en hann er frægastur fyrir að hafa klætt fanga í bleik undirföt og látið þá borða græna spægipylsu (e. balony, sem þýðir einnig rugl og vitleysa).

Lögreglustjórinn vonar að með myndbirtingunni hvetji hann fólk til löghlýðni auk þess sem fólk getur upplýst frekar um glæpi, sjái þeir myndir af grunuðum mönnum.

Lögreglustjórinn stofnaði fangelsi árið 1993 en þar dúsa næstum 2000 fangar í dag.

Fyrir þá sem vilja taka þátt í kosningunni má nálgast heimasíðu embættisins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×