Erlent

Frakkar og Ítalir senda ráðgjafa til Líbíu

Uppreisnarmaður í Líbíu.
Uppreisnarmaður í Líbíu. MYND/AP
Frakkar og Ítalir segjast ætla að senda hermenn til Líbíu til þess að vera uppreisnarmönnum til ráðgjafar í baráttunni gegn Gaddafí einræðisherra. Um fáa menn er að ræða, um það bil tíu frá hvoru landi en Bretar hafa þegar tilkynnt um svipaðar aðgerðir.

Bardagar halda áfram í landinu og hafa fregnir borist af því að menn Gaddafís hafi beitt klasasprengjum í árásum sínum á borgina Misrata. Sameinuðu þjóðirnar segja að ef rétt reynist gæti verið um stríðsglæpi að ræða. Þá hafa einnig borist fregnir af því að leyniskyttur á snærum Gaddafís hafi skotið viljandi á óbreytta borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×