Viðskipti erlent

Danir versla fyrir 220 milljarða í nágrannalöndunum

Ný rannsókn leiðir í ljós að Danir versla nú fyrir nær 10 milljarða danskra króna, eða nær 220 milljarða króna í Svíþjóð og Þýskalandi á hverju ári.

Þetta eru mun umfangsmeiri viðskipti en áður var talið og samtök atvinnurekenda í Danmörku vilja að skatturinn skoði þetta mál nánar því samkvæmt nýjustu tölum skattsins er nema viðskiptin aðeins 3 milljörðum danskra króna á ári.

Samkvæmt hinni nýju rannsókn hefur vörukarfa Dana breyst töluvert á liðnum árum. Áður fyrr keyptu þeir einkum áfengi, tóbak og sælgæti hinum meginn við landamærin en nú ber mest á matvöru, fötum og raftækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×