Ríkustu menn Bretlands verða ríkari 9. maí 2011 08:47 Laksmi Mittal heldur sæti sínu á toppnum. MYND/AP Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu. Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu.
Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira