Viðskipti erlent

Apple er verðmætasta vörumerki heimsins

Apple hefur velt Google úr sessi sem verðmætasta vörumerki heimsins. Þetta kemur fram í nýrri mælingu sem birt er í dag og Financial Times greinir frá. Verðmæti Apple merkisins er talið nema 153 milljörðum dollara eða um 17.400 milljarða kr.

Google hefur setið á toppi BarndZ Top 100 listans undanfarin fjögur ár sem verðmætasta vörumerki heimsins. Listinn er tekin saman árlega af Milward Brown, dótturfyrirtækis auglýsingarisans WPP.

Það er einkum mikilli sölu á iPad og iPhone að þakka að Apple kemst á topp listans í ár. Fram kemur í Financial Times að Apple hafi aukið verðmæti vörumerkisins síns um 137 milljarða dollara, eða um 859%, frá árinu 2006.

Tæknifyrirtæki er áberandi í topp tíu sætum BarndZ Top 100 listans. Fyrir utan Apple og Google eru fyrirtæki á borð við IBM, Microsoft, AT&T og China Mobile í topp tíu sætunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×