Íslenski boltinn

Ólafur: Rauða spjaldið seldi leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Kristjánsson var ekki ánægður með að Jökull Elísabetarson hafi látið reka sig af velli í leik FH og Breiðabliks í kvöld.

„Mér fannst við missa einbeitinguna þegar þeir skora fyrstu tvö mörkin sín úr horrnspyrnum,“ sagði Ólafur en hann er vitanlega þjálfari Breiðabliks. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Líka að fá rauða spjaldið. Það selur leikinn enda mjög erfitt að vera tíu á móti ellefu í þessum leik. Þetta fannst mér vendipunkturinn.“

Breiðablik er núverandi meistari en er enn stigalaust eftir fyrstu tvær umferðirnar.

„Ég hef nú meiri áhyggjur af því að við skulum nú hafa spilað manni færri í meira en 100 mínútur á þessu Íslandsmóti. Ég veit ekki hvað Jökull sagði við dómarann en mér fannst þetta agaleysi. Það breytir ekki því að ég hef áhyggjur af þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×