Íslenski boltinn

Andri: Sáttur með stigið hérna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga
Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga
„Við fáum við stig hérna í dag og ég er sáttur með að fá stig á þessum útivelli. en eins og leikurinn spilaðist í dag hefði ég hinsvegar viljað fá þau þrjú," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

„Stjörnumennirnir eru stórhættulegir í föstum leikatriðum og þeir spila svolítið upp á það. Að fá á sig tugi fastra leikatriða og halda hreinu er frábært og ég gæti ekki verið sáttari með varnarleikinn," sagði Andri.

Víkingar héldu hreinu annan leikinn í röð og tylla sér á toppinn í það minnsta einn sólarhring.

„Forgangsröðunin þarf að vera rétt. Fyrst og fremst þarf að verjast og svo sækja. Við erum hinsvegar ekki lið sem ætlar að koma og verjast bara því við ætlum að spila okkar bolta þrátt fyrir að við náðum ekki upp okkar spili í dag," sagði Andri.

„Þegar menn eru sífellt að stilla upp í vörninni þá er erfitt að fá tempó í leikina. Þetta er yfirleitt svona á móti Stjörnunni og það veltur svolítið á því hvernig liðið nær að vinna sig út úr þessu. Í dag tókst mínum mönnum ekki nægilega vel að vinna sig upp úr þessu og við náðum því ekki jafn mörgum góðum spilköflum og við hefðum viljað," sagði Andri.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum

Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins.

Helgi: Frábært að vera á toppnum

„Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×