Íslenski boltinn

Valskonur meistarar meistaranna fimmta árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Logadóttir kom Val á bragðið í dag.
Rakel Logadóttir kom Val á bragðið í dag. Mynd/Daníel
Íslands- og bikarmeistarar Vals eru meistarar meistaranna í kvennafótboltanum eftir 3-1 sigur á Þór/KA í Meistarakeppni kvenna í Kórnum í dag. Valskonur voru manni færri síðasta hálftímann í leiknum.

Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir komu Val ígóða stöðu með því að skora báðar á síðustu sex mínútum fyrri háleiks, Rakel á 39. mínútu og Kristín Ýr á þeirri 44. Bakvörðurinn Thelma Björk Einarsdóttir var síðan rekinn útaf á 59. mínútu eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með átta mínútna millibili.

Hin sextán ára gamla Heiða Ragney Viðarsdóttir minnkaði muninn fyrir Þór/KA á 84.mínútu en nær komust norðanstúlkur ekki og Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði þriðja mark Vals úr vítaspyrnu í uppbótartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×