Innlent

Samninga- og fortöluhópur sérsveitarinnar þjálfaður af FBI

Sérsveitin á vettvangi.
Sérsveitin á vettvangi.
Íranski hælisleitandinn Medhi Pour er enn í haldi lögreglunnar en hann var handtekinn snemma í morgun eftir að hann hafði hellt bensíni yfir sig í höfuðstöðvum Rauða krossins.

Samningamaður sérsveitar ríkislögreglustjóra reyndi með aðstoð starfsmanns Rauða krossins og einnig frá Útlendingastofnun að tala Medhi til en hann hefur verið hér á landi síðan 2005.

Það var samninga- og fortöluhópur sérsveitarinnar sem reyndi að fá manninn til þess að koma út úr húsinu mótþróalaust. Sú sveit hefur hlotið þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu í dag, að málið væri dapurlegt. Medhi bíður enn eftir niðurstöðu vegna umsóknar hans um mannúðardvalarleyfi.


Tengdar fréttir

Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur

„Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi.

Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt

"Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×