Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur Valur Grettisson skrifar 6. maí 2011 14:25 Haukur Már Helgason, rithöfundur, segir ríkið stunda kerfiðsbundið útlendingahatur. Mynd / Valgarður Gíslason „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. Það var í morgun sem íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour fann sig knúinn til þess að ganga inn á skrifstofur Rauða krossins þar sem hann hellti svo yfir sig bensíni. Hann hótaði að kveikja í sér fengi hann ekki úrlausn sinna mála. Um örþrifaráð var að ræða. Medhi hefur dvalið hér á landi í sjö ár. Hann kom til Íslands árið 2005 og virðist hafa komið hingað með Norrænu. Frá því hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Hann hefur dvalið í einhverskonar lagalegu tómarúmi þar sem hælisleitendur þurfa bíða úrlausn sinna mála í fjölmörg ár. Árið 2008 fékk Medhi fyrst nóg. Hann fór í hungurverkfall og endaði á spítala eftir að hann hætti að drekka vökva. Svo virðist sem það hafi ekki orðið til þess að hreyfa við málum hans þrátt fyrir að þau mótmæli hafi, líkt og nú, ógnað lífi hans, eins og Haukur kemst að orði. „Það eru ekki nema fjórir einstaklingar sem hafa fengið hæli hér á landi um árabil,“ segir Haukur Már sem er ómyrkur í máli og lítur svo á að Útlendingastofnun beiti sínum reglugerðum afar rúmt, og þá helst til þess að skófla hælisleitendum út úr landi. Hann bendir á að stofnunin þrífst í skjóli íslensku þjóðarinnar. „Og það er Íslendinga að koma í veg fyrir að svona viðurstyggð fái að viðgangast,“ segir Haukur Már. Hann endar á því að ítreka áskorun sína til Ögmundar. „Og ég held að það séu margir sem eru tilbúnir að taka undir sjónarmið mín,“ bætir Haukur við. Medhi hefur verið hafnað um dvöl hér á landi en bíður nú svars um það hvort hann fái mannúðardvalarleyfi. Hann var færður á lögreglustöð eftir atvikið hjá Rauða krossinum. Tengdar fréttir Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. Það var í morgun sem íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour fann sig knúinn til þess að ganga inn á skrifstofur Rauða krossins þar sem hann hellti svo yfir sig bensíni. Hann hótaði að kveikja í sér fengi hann ekki úrlausn sinna mála. Um örþrifaráð var að ræða. Medhi hefur dvalið hér á landi í sjö ár. Hann kom til Íslands árið 2005 og virðist hafa komið hingað með Norrænu. Frá því hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Hann hefur dvalið í einhverskonar lagalegu tómarúmi þar sem hælisleitendur þurfa bíða úrlausn sinna mála í fjölmörg ár. Árið 2008 fékk Medhi fyrst nóg. Hann fór í hungurverkfall og endaði á spítala eftir að hann hætti að drekka vökva. Svo virðist sem það hafi ekki orðið til þess að hreyfa við málum hans þrátt fyrir að þau mótmæli hafi, líkt og nú, ógnað lífi hans, eins og Haukur kemst að orði. „Það eru ekki nema fjórir einstaklingar sem hafa fengið hæli hér á landi um árabil,“ segir Haukur Már sem er ómyrkur í máli og lítur svo á að Útlendingastofnun beiti sínum reglugerðum afar rúmt, og þá helst til þess að skófla hælisleitendum út úr landi. Hann bendir á að stofnunin þrífst í skjóli íslensku þjóðarinnar. „Og það er Íslendinga að koma í veg fyrir að svona viðurstyggð fái að viðgangast,“ segir Haukur Már. Hann endar á því að ítreka áskorun sína til Ögmundar. „Og ég held að það séu margir sem eru tilbúnir að taka undir sjónarmið mín,“ bætir Haukur við. Medhi hefur verið hafnað um dvöl hér á landi en bíður nú svars um það hvort hann fái mannúðardvalarleyfi. Hann var færður á lögreglustöð eftir atvikið hjá Rauða krossinum.
Tengdar fréttir Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51
Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54