Íslandsheimsóknir hvítabjarna hluti af eðlilegu lífsmunstri 5. maí 2011 18:45 Ævar Petersen dýrafræðingur segir Ísland hluta af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem hingað koma. Þau hafa orðið örlög allra hvítabjarna, sem sést hafa hérlendis undanfarna áratugi, að þeir voru allir drepnir. Ævar Petersen telur þetta ranga stefnu, og raunar lögbrot: "Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," segir Ævar. Hann viðurkennir hættuna. Hvítabirnir séu hættuleg dýr sem geti drepið mann í einu höggi. Það réttlæti þó ekki að hvert einasta dýr sé skotið. "Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál." Ef ástand þeirra reynist dapurt megi svæfa þau fyrir fullt og allt en síðan verði að vera til áætlun um hvað eigi að gera við dýrin. Menn geti sett þau í Húsadýragarðinn, sent þau til Grænlands eða sleppt þeim, með gervihnattasendi, til að kanna hvort þau snúi aftur til Grænlands. "Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. En geta Íslendingar ekki búið í sambýli við ísbirni, eins og menn gera til dæmis í Kanada, Grænlandi og Rússlandi? "Við Íslendingar kunnum það bara ekki," svarar hann. Ævar telur að birnir sem hingað koma séu eðlilegur hluti af stofninum. En má þá telja Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna? "Ég held að það sé. Við erum á ystu mörkum, reyndar," svarar Ævar og bendir á að vitað sé um 600 birni að minnsta kosti sem komið hafi til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands verði því að teljast eðlilegar. "Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar. Tengdar fréttir Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29 Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54 Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ævar Petersen dýrafræðingur segir Ísland hluta af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem hingað koma. Þau hafa orðið örlög allra hvítabjarna, sem sést hafa hérlendis undanfarna áratugi, að þeir voru allir drepnir. Ævar Petersen telur þetta ranga stefnu, og raunar lögbrot: "Þeir eru friðaðir. Það er alger undantekning ef á að fella þá. Þannig að það má ekki vera hin almenna regla að fella hvern einasta hvítabjörn sem kemur hingað. Ef það er niðurstaða stjórnvalda, þá verður að breyta lögunum," segir Ævar. Hann viðurkennir hættuna. Hvítabirnir séu hættuleg dýr sem geti drepið mann í einu höggi. Það réttlæti þó ekki að hvert einasta dýr sé skotið. "Ég held að það eigi frekar að svæfa þau. Það er einfalt mál." Ef ástand þeirra reynist dapurt megi svæfa þau fyrir fullt og allt en síðan verði að vera til áætlun um hvað eigi að gera við dýrin. Menn geti sett þau í Húsadýragarðinn, sent þau til Grænlands eða sleppt þeim, með gervihnattasendi, til að kanna hvort þau snúi aftur til Grænlands. "Ég held að mörg þessara dýra, ef þau eru í góðu ástandi, muni fara aftur heim," segir Ævar. En geta Íslendingar ekki búið í sambýli við ísbirni, eins og menn gera til dæmis í Kanada, Grænlandi og Rússlandi? "Við Íslendingar kunnum það bara ekki," svarar hann. Ævar telur að birnir sem hingað koma séu eðlilegur hluti af stofninum. En má þá telja Ísland sem hluta af búsvæðum ísbjarna? "Ég held að það sé. Við erum á ystu mörkum, reyndar," svarar Ævar og bendir á að vitað sé um 600 birni að minnsta kosti sem komið hafi til Íslands í gegnum aldirnar. Komur bjarndýra til Íslands verði því að teljast eðlilegar. "Það er ekki eitthvað sem er algjör undantekning. Það er hluti af þessu eðlilega lífsmunstri hvítabjarna," segir Ævar.
Tengdar fréttir Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29 Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54 Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2. maí 2011 17:29
Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2. maí 2011 09:54
Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4. maí 2011 18:41