Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2011 18:41 Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira