Björninn skotinn í Rekavík - fluttur til Reykjavíkur 2. maí 2011 16:05 Nú hafa fregnir af drápi hvítabjarnarins sem sást á Hornströndum í morgun verið staðfestar en Vísir sagði frá því að dýrið hefði verið fellt fyrr í dag. Í tilkynningu á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að unnið hafi verið á birninum í Rekavík. Mikil yfirferð var á dýrinu og þoka á svæðinu. Lögreglan á Ísafirði var með í för og voru aðstæður metnar á þann veg að ómögulegt væri að vakta dýrið allan sólarhringinn og tryggja að það færi ekki í sjó eða flytti sig um set í átt að byggð. „Því var tekin ákvörðun um að fella dýrið af öryggisástæðum," segir í fréttinni, en dýrið var skotið klukkan 21 mínútu yfir tvö. „Unnið var í samræmi við viðbragðsáætlun um viðbrögð við landtöku hvítabjarna. Lögreglan á Ísafirði stjórnaði aðgerðum og með í för voru fulltrúar Umhverfisstofnunar, fulltrúi yfirdýralæknis ásamt reynslumiklum skyttum. Ísbjarnarhræið var flutt með þyrlunni til Ísafjarðar og verður flutt til Reykjavíkur þar sem Náttúrufræðistofnun Íslands mun taka við dýrinu og rannsaka," segir ennfremur. „Hvítabirnir eru stærstu landrándýr jarðar, stórhættulegir og óútreiknanlegir. Talið er að heimsstofn hvítabjarna telji 22.000 dýr í dag. Flesta hvítabirni er að finna í Kanada. Hvítabirnir eru á lista IUCN (Alþjóðanáttúruverndarsamtökin) yfir dýr í yfirvofandi hættu. Þrátt fyrir þetta styður hvítabjarnarráð IUCN sjálfbæra nýtingu á öllum 19 stofnum hvítabjarna. Um 800 dýr eru felld árlega," segir einnig. Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Björninn felldur í Hornvík Ísbjörninn sem sást við Hælavík á Hornströndum í morgun hefur verið felldur. Það voru lögreglumenn sem skutu dýrið en það var þá komið yfir í Hornvík. 2. maí 2011 15:11 Björninn rúllaði sér í snjóskafli og hljóp svo til fjalla Beðið er átekta með aðgerðir á Hornströndum en þar sást til Ísbjarnar í morgun. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er hann nú horfinn sjónum sjómannanna sem sáu hann í Hælavík í morgun. Þeir sáu hann velta sér um í fjörunni áður en hann hljóp til fjalla. Nokkur þoka er á svæðinu og því erfitt um vik við að leita að dýrinu. 2. maí 2011 11:44 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Nú hafa fregnir af drápi hvítabjarnarins sem sást á Hornströndum í morgun verið staðfestar en Vísir sagði frá því að dýrið hefði verið fellt fyrr í dag. Í tilkynningu á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að unnið hafi verið á birninum í Rekavík. Mikil yfirferð var á dýrinu og þoka á svæðinu. Lögreglan á Ísafirði var með í för og voru aðstæður metnar á þann veg að ómögulegt væri að vakta dýrið allan sólarhringinn og tryggja að það færi ekki í sjó eða flytti sig um set í átt að byggð. „Því var tekin ákvörðun um að fella dýrið af öryggisástæðum," segir í fréttinni, en dýrið var skotið klukkan 21 mínútu yfir tvö. „Unnið var í samræmi við viðbragðsáætlun um viðbrögð við landtöku hvítabjarna. Lögreglan á Ísafirði stjórnaði aðgerðum og með í för voru fulltrúar Umhverfisstofnunar, fulltrúi yfirdýralæknis ásamt reynslumiklum skyttum. Ísbjarnarhræið var flutt með þyrlunni til Ísafjarðar og verður flutt til Reykjavíkur þar sem Náttúrufræðistofnun Íslands mun taka við dýrinu og rannsaka," segir ennfremur. „Hvítabirnir eru stærstu landrándýr jarðar, stórhættulegir og óútreiknanlegir. Talið er að heimsstofn hvítabjarna telji 22.000 dýr í dag. Flesta hvítabirni er að finna í Kanada. Hvítabirnir eru á lista IUCN (Alþjóðanáttúruverndarsamtökin) yfir dýr í yfirvofandi hættu. Þrátt fyrir þetta styður hvítabjarnarráð IUCN sjálfbæra nýtingu á öllum 19 stofnum hvítabjarna. Um 800 dýr eru felld árlega," segir einnig.
Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Björninn felldur í Hornvík Ísbjörninn sem sást við Hælavík á Hornströndum í morgun hefur verið felldur. Það voru lögreglumenn sem skutu dýrið en það var þá komið yfir í Hornvík. 2. maí 2011 15:11 Björninn rúllaði sér í snjóskafli og hljóp svo til fjalla Beðið er átekta með aðgerðir á Hornströndum en þar sást til Ísbjarnar í morgun. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er hann nú horfinn sjónum sjómannanna sem sáu hann í Hælavík í morgun. Þeir sáu hann velta sér um í fjörunni áður en hann hljóp til fjalla. Nokkur þoka er á svæðinu og því erfitt um vik við að leita að dýrinu. 2. maí 2011 11:44 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Björninn felldur í Hornvík Ísbjörninn sem sást við Hælavík á Hornströndum í morgun hefur verið felldur. Það voru lögreglumenn sem skutu dýrið en það var þá komið yfir í Hornvík. 2. maí 2011 15:11
Björninn rúllaði sér í snjóskafli og hljóp svo til fjalla Beðið er átekta með aðgerðir á Hornströndum en þar sást til Ísbjarnar í morgun. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er hann nú horfinn sjónum sjómannanna sem sáu hann í Hælavík í morgun. Þeir sáu hann velta sér um í fjörunni áður en hann hljóp til fjalla. Nokkur þoka er á svæðinu og því erfitt um vik við að leita að dýrinu. 2. maí 2011 11:44
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent