Innlent

Sýknaður af því að kasta manni fram af svölum

Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir karlmanni sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrri sérstaklega hættulega líkamsárás í Vogunum árið 2009. Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2010 fyrir að hafa veist að karlmanni á heimili hans ásamt fjórum öðrum karlmönnum.

Meðal annars köstuðu þeir manninum niður af svölum 2. hæðar, þar sem hann hefði lent á hellulagðri gagnstétt framan við húsið eftir um fjögurra metra fall.

Maðurinn neitaði sök samkvæmt þeim lið ákærunnar um að hafa kastað manninum niður af svölum 2. hæðar. Hæstiréttur sýknaði manninn vegna eindreginnar neitunar. Var dómurinn því mildaður niður í fimm mánaða fangelsi. Þar af eru þrír skilorðsbundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×