Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2011 12:25 Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján. Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján.
Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira