Viðskipti erlent

Kreppa aftur skollin á í Japan

Samdráttur varð í landsframleiðslu Japans á fyrsta ársfjórðungi ársins upp á 0,9%. Mælt á milli ára er samdrátturinn 3,7%. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem samdráttur er í Japan og landið því opinberlega komið aftur í kreppu.

Ástæðan fyrir samdrættinum á fyrstu þremur mánuðum ársins eru náttúruhamfarirnar í mars s.l.Það er einkum mikill samdráttur í einkaneyslu sem veldur þessari þróun en einkaneyslan hrapaði í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem skall á landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×