Innlent

Tilraun til manndráps: Ber fyrir sig minnisleysi

Maðurinn ber fyrir sig minnisleysi.
Maðurinn ber fyrir sig minnisleysi.
Karlmaður um sextugt, sem var handtekinn um helgina grunaður um að hafa reynt að myrða eiginkonu sína, hefur ekki játað og ber fyrir sig minnisleysi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er konan enn þungt haldin en hún var ekki með lífsmarki þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu að henni á sunnudaginn. Hún reyndist vera með áverka á hálsi.

Sjúkraflutningamönnum tókst að endurlífga konuna og hefur hún legið þungt haldin á gjörgæslu síðan þá.

Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til loka maí. Hann hefur gerst brotlegur við lög. Það var á miðjum níunda áratugnum þegar hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl.


Tengdar fréttir

Gæsluvarðhald vegna meintrar morðtilraunar

Karlmaður á sjötugsaldri, sem sakaður er um morðtilraun gegn eiginkonu sinni um fimmtugt, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí. Lögreglan lagði gæsluvarðhaldskröfuna fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Tilraun til manndráps: Hringdi sjálfur eftir aðstoð

Karlmaður, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fyrir að hafa næstum orðið konu sinni að bana á sunnudaginn, hringdi sjálfur eftir aðstoð. Maðurinn, sem er fæddur árið 1950, réðist á konu sína á heimili þeirra í gærmorgun og tók hana kverkataki þar til hún missti meðvitund samkvæmt Fréttablaðinu.

Rannsaka tilraun til manndráps

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn fyrir tilraun til manndráps í austurborginni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×