Innlent

54 þúsund á tónleikum Sinfóníunnar á síðasta ári

Mynd: GVA
Tæplega 54 þúsund gestir sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á síðasta ári. Hljómsveitin hélt 87 tónleika á árinu, alla innanlands. 53 þeirra voru almennir tónleikar, 10 barna- og fjölskyldutónleikar, 11 skólatónleikar í Reykjavík, 22 tónleikar á sjúkrahúsum og víðar, og loks einir vinnustaðatónleikar.

Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman og birtir á vef sínum. 

Tónleikagestir árið 2009 voru ríflega 46 þúsund og heildarfjöldi Sinfóníuhljómsveitarinnar 81.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×