Innlent

Útvegsbændur í Eyjum meta sjálfir áhrif kvótafrumvarpsins

Útvegsbændur í Vestmannaeyjum ætla sjálfir að meta áhrif breytinga á kvótakerfinu á sjávarútveginn í Eyjum og birta álit sitt í kjölfarið, frekar enn að fara að því dæmi ríkisstjórnarinnar að skjóta fyrst og spyrja svo, segir í yfirlýsingu frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja.

Þeir hvetja til þess að myndaður verði sameiginlegur vettvangur sjómanna, útvegsmanna, Samtaka atvinnulífsins, verkafólks, sveitarstjórnarmanna í sjávarbyggðum, fjármálalífsins og fleiri hagsmunaaðila, til að meta stöðuna og hvernig við skuli bregðast.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×