Prestur um heimsendaspá 21. maí: Þetta er bara hræðsluáróður Boði Logason skrifar 17. maí 2011 20:27 Séra Hjálmar Jónsson, segir að fólk þurfi ekki að óttast heimsendi þann 21. maí næstkomandi. „Nei, ég er viss um það, það er ekki hægt að vitna í neitt í Biblíunni sem vísar á þennan dag," segir séra Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, aðspurður hvort heimsendir verði þann 21. maí næstkomandi, líkt og hópur í Bandaríkjunum hefur haldið fram með auglýsingum í fjölmiðlum undanfarið. Hópurinn, sem nefnir sig FamilyRadio.com, varar fólk við að dómsdagur verði 21. maí næstkomandi í blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Sagt er að mjög svo öflugur jarðskjálfti verði milli klukkan 6 og 7:45 að morgni til og enn sterkari skjálfti á milli 20 og 20:45 - í kjölfarið muni heimurinn farast. Í auglýsingu frá hópnum segir að Bíblían muni tryggja það að dómsdagur verði þennan dag.Ekkert annað en hræðsluáróður Séra Hjálmar segir að það séu ekki meiri líkur á heimsendi núna frekar en síðustu þúsund eða milljónir ára. „Þegar maður les söguna þá eru alltaf svona spádómar í gangi, þeir virðast vera notaðir í ákveðnum pólitískum tilgangi og til að ná eyrum fólks. Svo líður tíminn og einhverjir eru hræddir eða líður illa með þetta," segir séra Hjálmar. „Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður."Auglýsing frá hópnum FamilyRadio.comAðspurður hvort að það komi fram í Biblíunni að það verði heimsendir fyrr eða síðar segir hann að svo sé. „Heimsendaspár eru mjög eindregnar í Biblíunni, þar kemur fram að þessi heimur muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann er við endurkomu Jesú Krists. Það getur verið á morgun eða eftir milljón ár," segir séra Hjálmar og tekur fram að veröldin sé okkur tímanleg.Fólk deyr ekki í stafrófsröð Hann vonast til að þess að það komi þeim sem spái heimsendi þægilega á óvart að það verði ekki heimsendir þann 21. næstkomandi. „Þessi heimur er ótryggur, maður heyrir nánast daglega um slysfarir og hörmungar, en heimsendir hefur ekki orðið. Hinsvegar er það heimsendir fyrir þá sem verða fyrir slysi eða annari ógæfu," segir séra Hjálmar. „Okkar tími verður einhvern tímann búinn hérna, það verður ekki hjá öllum í einu - fólk deyr ekki eftir aldri eða í stafrófsröð." „Ég held að við eigum miklu frekar að snúa okkur að því að gera lífið áhyggjulaust og hamingjusamt en að hræða hvort annað með því að heimurinn sé að líða undir lok," segir hann. „Ég vona að þeir vakni glaðir og reiðir að morgni 22. maí þeir sem spá heimsendi 21. maí og snúi sér að einhverju öðru mikilvægara og uppbyggilegra," segir séra Hjálmar að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal við Chris McCann hjá Familyradio.com, sem útvarpsþátturinn Harmageddon tók í síðustu viku, hér. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
„Nei, ég er viss um það, það er ekki hægt að vitna í neitt í Biblíunni sem vísar á þennan dag," segir séra Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, aðspurður hvort heimsendir verði þann 21. maí næstkomandi, líkt og hópur í Bandaríkjunum hefur haldið fram með auglýsingum í fjölmiðlum undanfarið. Hópurinn, sem nefnir sig FamilyRadio.com, varar fólk við að dómsdagur verði 21. maí næstkomandi í blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Sagt er að mjög svo öflugur jarðskjálfti verði milli klukkan 6 og 7:45 að morgni til og enn sterkari skjálfti á milli 20 og 20:45 - í kjölfarið muni heimurinn farast. Í auglýsingu frá hópnum segir að Bíblían muni tryggja það að dómsdagur verði þennan dag.Ekkert annað en hræðsluáróður Séra Hjálmar segir að það séu ekki meiri líkur á heimsendi núna frekar en síðustu þúsund eða milljónir ára. „Þegar maður les söguna þá eru alltaf svona spádómar í gangi, þeir virðast vera notaðir í ákveðnum pólitískum tilgangi og til að ná eyrum fólks. Svo líður tíminn og einhverjir eru hræddir eða líður illa með þetta," segir séra Hjálmar. „Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður."Auglýsing frá hópnum FamilyRadio.comAðspurður hvort að það komi fram í Biblíunni að það verði heimsendir fyrr eða síðar segir hann að svo sé. „Heimsendaspár eru mjög eindregnar í Biblíunni, þar kemur fram að þessi heimur muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann er við endurkomu Jesú Krists. Það getur verið á morgun eða eftir milljón ár," segir séra Hjálmar og tekur fram að veröldin sé okkur tímanleg.Fólk deyr ekki í stafrófsröð Hann vonast til að þess að það komi þeim sem spái heimsendi þægilega á óvart að það verði ekki heimsendir þann 21. næstkomandi. „Þessi heimur er ótryggur, maður heyrir nánast daglega um slysfarir og hörmungar, en heimsendir hefur ekki orðið. Hinsvegar er það heimsendir fyrir þá sem verða fyrir slysi eða annari ógæfu," segir séra Hjálmar. „Okkar tími verður einhvern tímann búinn hérna, það verður ekki hjá öllum í einu - fólk deyr ekki eftir aldri eða í stafrófsröð." „Ég held að við eigum miklu frekar að snúa okkur að því að gera lífið áhyggjulaust og hamingjusamt en að hræða hvort annað með því að heimurinn sé að líða undir lok," segir hann. „Ég vona að þeir vakni glaðir og reiðir að morgni 22. maí þeir sem spá heimsendi 21. maí og snúi sér að einhverju öðru mikilvægara og uppbyggilegra," segir séra Hjálmar að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal við Chris McCann hjá Familyradio.com, sem útvarpsþátturinn Harmageddon tók í síðustu viku, hér.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira