Innlent

Flugumferð beint frá Austurvelli vegna loftfimleikamanna

Fjör í háloftum. Líklega verður mikið sjónarspil í miðbænum um helgina.
Fjör í háloftum. Líklega verður mikið sjónarspil í miðbænum um helgina. Mynd AP
Flugumferð verður beint frá Austurvelli á laugardaginn vegna óvenjulegrar listauppákomu sem verður í boði í miðborginni á laugardaginn.

Þá mun katalónski fjöllistahópurinn La Fura dels Baus vera með fjölmörg lífleg atriði víða um Austurvöll, á jörðu niðri og í háloftunum en hluti af sýningunni eru atriði sem fara fram allt að fimmtíu metrum yfir höfðum áhorfenda, sem er töluvert hærra en hæstu byggingarnar við Austurvöll eru.

Samkvæmt tilkynningu frá Listahátíðinni, sem hefst um helgina, er La Fura dels Baus stórveldi í heimi sviðslistanna.

Þessi framsækni fjöllistahópur spratt upp fyrir þrjátíu árum sem götuleikhús í Barcelona og vakti strax heimsathygli fyrir einstakar aðferðir.

Hópurinn flutti opnunaratriði á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 og hefur síðan sett upp leiksýningar, óperur og útiatriði með sínum hætti þar sem allir miðlar koma saman: leikhús, rokktónlist, loftfimleikar, kvikmyndir og dans. Hópurinn á fjölda dyggra aðdáenda um víða veröld og hefur haft mikil áhrif á sviðslistafólk um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×