Innlent

Guðlaugur þakkaði Ögmundi fyrir að standa að heræfingu í sumar

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðismanna þakkaði í dag Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir að láta ekki pólitíska fortíð sína flækjast fyrir sér í embættiverkum sínum. Þar átti hann við fyrirhugaða heræfingu sem stendur til að halda hér á landi í júní á vegum NATO. Guðlaugur sagði að einhverntíma hefðu önnur sjónarmið heyrst frá Ögmundi, sem oft hefur talað gegn heræfingum af þessu tagi. Hann bað ráðherrann síðan um að upplýsa þingheim nánar um þessa æfingu, sem furðu hljótt hafi farið fram að þessu.

Ögmundur benti á að heræfingin væri liður í því samkomulagi sem gert hefði verið þegar bandaríski herinn fór af landi brott á sínum tíma. Hann ítrekaði andstöðu sína við veru Íslands í NATO og sagðist ekkert „sérstaklega upprifinn yfir þessum æfingum." Hann væri ennfremur fús til að gera breytingar á samkomulaginu náist um það samstaða á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×