Innlent

Ákærðir fyrir að neyða mann til þess að millifæra úr heimabanka

Málið var þingfest í morgun.
Málið var þingfest í morgun.
Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að svipta karlmann á sextugsaldri frelsi sínu og neyða hann til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur yfir í heimabanka eins af mönnunum.

Það var í desember árið 2009 þegar mennirnir eiga að hafa svipt manninn frelsinu. Þeim er gefið að sök að hafa beitt hann ofbeldi, meðal annars með því að taka hann hálstaki og troða tusku upp í munninn á honum.

Svo eiga þeir að hafa neytt manninn til þess að millifæra 110 þúsund krónur yfir á reikning eins af meintu árásarmönnunum.

Mennirnir eiga svo að hafa safnað saman verðmætum á heimili mannsins fyrir um 80 þúsund krónur og flutt hluta af þeim á brott.

Auk þess sem farið er fram á refsingu yfir mönnunum krefst þolandinn tveggja milljóna króna í miskabætur en hann segist þjást af áfallastreituröskun eftir árásina.

Tveir af mönnunum hafa komið áður komið við sögu lögreglu. Annar þeirra var dæmdur fyrir morð á áttunda áratugnum.

Hinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2009 fyrir fólskulega líkamsárás gegn manni á sjötugsaldri á Laugaveginum. Þá gekk hann í skrokk á manninum og rændi hann. Kona hafði boðist til þess að sofa hjá manninum fyrir pening og svo kom maðurinn og lamdi hann.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ekki hefur tekist að birta ákæruna fyrir einum manninum, sem er búsettur í Svíþjóð samkvæmt þjóðskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×