Innlent

Dæmdir fyrir vopnað rán í söluturni

mYND ÚR SAFNI
Tveir karlmenn voru í dag dæmdir í átta mánaða fangelsi og einn í sex mánaða fangelsi fyrir að fremja vopnað rán í söluturni í Breiðholti í febrúar. Dómarnir eru skilorðsbundnir. Tveir þeirra ruddust inn í söluturninn grímuklæddir og vopnaðir hnífi og kúbeini. Einn þeirra beindi hnífnum að afgreiðslumanninum og skipaði honum að opna afgreiðslukassann. Á meðan ógnaði hinn fjórum ungmennum með kúbeininu. Þriðji maðurinn beið fyrir utan í bíl.

Mennirnir komust á á brott með 30 til 40 þúsund krónur í peningum og 15 til 20 sígarettupakka.

Mennirnir, sem allir eru ungir að árum og með hreinan sakaferil, játuðu brot sín skýlaust og þótti dómara því hæfilegt að skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Afgreiðslumanninum voru dæmdar 165 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×