Innlent

Álfasala SÁÁ að hefjast

Tuttugasta og önnur Álfasala SÁÁ fer fram 19.-22. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár er álfurinn tileinkaður unga fólkinu og mun allt söfnunarfé renna til rekstrar unglingadeildar á sjúkrahúsinu Vogi.

Álfasalan skiptir SÁÁ gríðarlega miklu máli og er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna, að því er segir í tilkynningu frá SÁÁ.

Álfurinn verður til sölu víðsvegar á landinu og við allar helstu stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu, við alla útsölustaði ÁTVR og nýlundan í ár er að N1 hefur gengið til liðs við SÁÁ með myndarlegum hætti og ætlar að bjóða upp á Álfinn á sínum bensínstöðvum víðsvegar um landið. Auk þess verður hægt að kaupa Álfinn með rafrænum hætti inn á heimasíðu SÁÁ, www.saa.is. Það er hugsað fyrst og fremst fyrir þá Íslendinga sem eru erlendis og vilja kaupa Álfinn. Við þetta má bæta að Álfurinn er komin með sína eigin Facebook síðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×