Innlent

Rekstur Valaskjálfar niðurgreiddur - Samkeppniseftirlitið skoðar málið

Egilsstaðir
Egilsstaðir Mynd úr safni
Eigendur gisti- og veitingahúsa á Fljótsdalshéraði hafa kvartað til Samkeppnisyfirlitsins vegna rekstrarfyrirkomulags félagsheimilisins Valaskjálfar. Þeir segja það lítillækkandi að keppa við rekstur sem niðurgreiddur sé af sveitarfélaginu.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað rifti seinasta haust samningi við leigutaka félagsheimilishluta Valaskjálfar eftir drátt á leigugreiðslu og samskiptaerfiðleika við leikhópa. Húsnæðið var auglýst til leigu en auglýst var tvisvar þar sem tilboðin sem bárust í fyrra skiptið þóttu ekki ásættanleg. Í upphafi árs var samið við Hótel Egilsstaði.

Það fyrirtæki tilheyrir Hringhótelum sem á húsnæðið í heild sinni, en leigir félagsheimilið áfram til sveitarfélagsins. Þetta fyrirkomulag leggst illa í samkeppnisaðila á svæðinu sem hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda.

Gunnlaugur Jónasson, sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum, segir í samtali við Austurgluggann að hann upplifi það sem „lítilsvirðingu" og „með öllu óásættanlegt" að sveitarfélagið greiði niður rekstur eins samkeppnisaðila. Nógu erfitt sé að halda þjónustunni gagnandi yfir vetrartímann.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, viðurkennir að það geti „orkað tvímælis að sveitarfélagið taki á sig skuldbindingar eins og þær sem felast í langtímaleigusamningi á umræddu húsnæði sem síðan er endurleigt aðilum á lægra verði en sveitarfélagið greiðir." Hann segir erfitt að gera svo öllum líki en markmiðið sé ekki að vega að þeirri starfsemi sem fyrir er.

Sjá fréttina í heild sinni á vef Austurgluggans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×