Innlent

Þyrluflugmenn í kröppum dansi á Grænlandi

Þyrluflugmenn frá Vesturflugi komust í hann krappann fyrir nokkrum dögum þegar þeir voru á leið til tveggja staða á Austurströnd Grænlands, til að þjónusta vinnuflokka við rannsóknir vegna fyrirhugaðrar námuvinnslu.

Eftir að varðskipið Ægir hafði flutt þyrlurnar fá Ísafirði að ísröndini við Grænland héldu þær í átt að áfangastöðunum en hrepptu hið versta veður.

Urðu flugmennirnir að lenda þeim í óbyggðum og hafast við um borð í þyrlunum í 28 klukkustundir samfleytt, meðal annars vegna hættu á að rekast á hvítabirni. Þá rofaði loks til og komust þyrlurnar á áfangastaði sína.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×