Íslenski boltinn

Willum: Samstaðan í liðinu var gríðarleg

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur.
Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur. Mynd/Vilhelm
Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur var að vonum sáttur í leikslok eftir góðan 2-0 sigur í Suðurnesjaslagnum í Grindavík  í kvöld.

„Grindavíkurliðið er mjög gott lið, það eru mikil gæði í liðinu og er erfitt viðureignar. Við bjuggum okkur undir það og þessi leikur snérist um að ná frumkvæðinu. Við gerðum það og unnum vel með það og gátum þá leyft okkur að þétta og vera skipulagðir í seinni hálfleik og nýta okkur möguleikana,“ sagði Willum að leiknum loknum.

„Markið hjálpaði okkur mjög mikið. Það var mjög vel spilað. Andri kláraði það vel og Guðmundur var útsjónasamur að finna þessa leið í gegnum vörnina. Grindvíkingar voru beittari fram að þessu. Við vorum að spila okkur út úr leikstöðum. Við lögðum áherslu á að halda boltanum á jörðinni og nýta breiddina og vinna á aðstæðum en Grindvíkingar voru bara svo grimmur að þeir unnu boltann í þessu spili og við gáfum færi á okkur en sem betur fer náðu þeir ekki að meiða okkur. Svo náðum við frumkvæðinu og unnum vel með það. Það var mikil barátta, dugnaður og hugarfar í liðinu sem landar sigrinum.“

Keflavík gaf fá færi á sér eftir að komast í 2-0 og lönduðu sigrinum örugglega að lokum.

„Trúin eflist eftir seinna markið og hver auka metri sem er nauðsynlegur í þessari vinnu verður auðveldari og það skein samheldni og vinnusemi af liðinu þar sem samstaðan í liðinu var gríðarleg,“ sagði Willum að lokum.


Tengdar fréttir

Ólafur Örn: Vantar herslumuninn

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur getur verið sáttur við margt í leik sinna manna gegn Keflavík í kvöld þrátt fyrir 2-0 tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×