Íslenski boltinn

Atli Jens: Vorum enn á Akureyri þegar leikurinn byrjaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Varnarmaðurinn Atli Jens Albertsson átti stórleik í vörn Þórsara og kom í veg fyrir stærri sigur KR-inga í leik liðanna í kvöld. KR vann þó 3-1 sigur að lokum.

Miklu munaði um að KR var komið í 2-0 eftir tíu mínútna leik. „Ég held að höfum enn verið á Akureyri þegar leikurinn byrjaði,“ sagði Atli Jens en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Menn voru ekki klárir í leikinn en svo var ekki. Sem betur fer náðum við að rífa okkur upp af rassgatinu því við vildum ekki tapa leiknum fimm, sex eða sjö núll.“

„Þá fóru menn loksins að bæta í og ætluðu að gera eitthvað. En það var of seint. Baráttan og viljinn var til staðar en svona er fótboltinn og því miður töpuðum við í dag.“

Atli sagði að það hefði verið einstakt að fá að spila á KR-vellinum í kvöld. „Aðstæðurnar eru flottar og völlurinn frábær. Það var gaman að fá allt þetta fólk á völlinn og sérstaklega þá mörgu frá Akureyri. Þetta verður ekki betra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×