Íslenski boltinn

Rúnar: Gaman að mæta Þórsurum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kristinsson var hæstánægður með sína menn eftir 3-1 sigur á Þór á heimavelli í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Við byrjuðum samt vel og pressuðum stíft á þá til að byrja með. Við skoruðum tvö mörk en þau hefðu getað verið fleiri,“ sagði Rúnar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.

„Við fengum svo eitt mark í bakið og þá varð þetta erfitt. Þórsarar eru með stóra og sterka leikmenn, fengu fullt af hornspyrnum og maður var aldrei í rónni.“

„Þeir báru enga virðingu fyrir okkur. Það var gaman að mæta þeim því þeir komu framarlega á völlinn og pressuðu á okkur.“

Staðan var 2-1 í hálfleik en eftir að Viktor Bjarki Arnarsson skoraði þriðja mark KR á 74. mínútu var sigurinn tryggður.

„Það var búið að liggja í loftinu lengi. Við fengum margar fínar skyndisóknir og hefðum getað gert betur. Markið var samt kærkomið og róaði menn aðeins. Eftir það stjórnuðum við leiknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×