Umfjöllun: Latir FH-ingar heppnir að fá stig gegn Víkingi Henry Birgir Gunnarsson á Kaplakrikavelli skrifar 16. maí 2011 15:38 Mynd/Vilhelm Ef FH ætlar að spila í sumar eins og liðið gerði í kvöld gegn Víkingi þá á liðið enga möguleika á titlinum. Meistaraefnin í Firðinum mættu hrokafull til leiks gegn Víkingi og héldu að hægt væri að fá þrjú stig gegn þeim án fyrirhafnar. Það gekk svo sannarlega ekki eftir því baráttuglaðir Víkingar voru hreinlega heppnir að taka ekki öll stigin í Krikanum í kvöld. Gestirnir úr Víkinni mættu geysilega grimmir til leiks og báru enga virðingu fyrir meistaraefnunum úr Firðinum. Víkingarnir voru augljóslega tilbúnir að deyja fyrir þrjú stig en FH-ingar virtust halda að þetta yrði þægileg ganga í garðinum. Þeir voru ekki tilbúnir að mæta baráttuglöðum Víkingum sem pressuðu út um allan völl. FH fékk ekki sekúndu með boltann og þessi magnaða mótspyrna gestanna virtist koma þeim í opna skjöldu. Hún hefði ekki átt að gera það. Það var afar sanngjarnt þegar Egill kom Víkingi yfir með laglegu skallamarki eftir sendingu frá Sigurði Agli. Víkingur hefði átt að ná tveggja marka forskoti undir lok hálfleiksins þegar Kemar Roofe fékk frían skalla á markteig. Skallinn var slakur og Gunnleifur gerði vel í að verja. Roofe var síðan fáranlega seinn á fætur til þess að taka frákastið og FH slapp með skrekkinn. 0-2 hefði ekki verið ósanngjarnt í hálfleik. Það var enginn taktur í leik FH í fyrri hálfleik. Vörnin slök, miðjan úti á túni og þar af leiðandi fengu sóknarmennirnir ekki úr neinu að moða. Allar aðgerðir FH-inga voru hægar og fyrirsjáanlegar. Mestu munaði þó um að þeir voru ekki til í að slást eins og Víkingar um boltann. Víkingar lögðust nokkuð til baka í síðari hálfleik og leyfðu FH að sækja. Þó svo FH hefði haft yfirburði út á vellinum gekk liðinu nákvæmlega ekki neitt að skapa sér færi. Það var aðeins fyrir snilldartilþrif Hannesar sem FH náði að jafna. Hann negldi þá boltanum í fjærhornið úr teignum. Afar smekklega gert. Annars var sóknarleikur FH tilviljanakenndur og hægur. Það var nákvæmlega ekkert að gerast hjá þeim. Þegar upp er staðið geta Víkingar nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki tekið öll stigin í þessum leik. Þeir mættu hrokafullu FH-liði sem hélt að það gæti unnið sigur á nýliðunum án þess að hafa fyrir því. Slíkt hugarfar kann aldrei góðri lukku að stýra og það er verk að vinna hjá þjálfarateymi FH að trekkja leikmenn í gang á nýjan leik og fá þá til þess að vinna fyrir hlutunum. Víkingar voru flottir. Pressuðu FH grimmt og börðust eins og ljón. Halldór Smári frábær á miðjunni sem og Rutgers í vörninni. Frammi var hinn 37 ára gamli Helgi Sigurðsson ódrepandi og hljóp líklega meira en fjórir FH-ingar samanlagt. Ef FH-ingar hefðu nennt að skila jafn góðu vinnuframlagi og þessi aldni höfðingi hefðu úrslit þessa leiks hugsanlega orðið önnur. FH-ingar nenntu því hins vegar ekki og þess vegna eru þeir í vandræðum þessa dagana.FH-Víkingur 1-1 0-1 Egill Atlason (28.) 1-1 Hannes Þ. Sigurðsson (74.) Áhorfendur: Ekki gefið upp. Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7. Skot (á mark): 13-10 (3-5) Varin skot: Gunnleifur 4 – Magnús 2 Horn: 8-5 Aukaspyrnur fengnar: 17-12 Rangstöður: 3-0FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 6 Björn Daníel Sverrisson 4 Freyr Bjarnason 3 (46., Tommy Nielsen 6) Pétur Viðarsson 5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 4 Hólmar Örn Rúnarsson 4 Hákon Atli Hallfreðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 4 Atli Viðar Björnsson 3 Ólafur Páll Snorrason 3 (46., Gunnar Kristjánsson 6) Hannes Þorsteinn Sigurðsson 6Víkingur (4-5-1) Magnús Þormar 6 Hörður Bjarnason 6 Egill Atlason 7 (55., Milos Milojevic 6) Mark Rutgers 7 Walter Hjaltested 6Halldór Smári Sigurðsson 7 – Maður leiksins Denis Abdulahi 5 Sigurður Egill Lárusson 5 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6 (68., Kjartan Dige Baldursson 4) Kemar Roofe 4 (57., Marteinn Briem 5) Helgi Sigurðsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ef FH ætlar að spila í sumar eins og liðið gerði í kvöld gegn Víkingi þá á liðið enga möguleika á titlinum. Meistaraefnin í Firðinum mættu hrokafull til leiks gegn Víkingi og héldu að hægt væri að fá þrjú stig gegn þeim án fyrirhafnar. Það gekk svo sannarlega ekki eftir því baráttuglaðir Víkingar voru hreinlega heppnir að taka ekki öll stigin í Krikanum í kvöld. Gestirnir úr Víkinni mættu geysilega grimmir til leiks og báru enga virðingu fyrir meistaraefnunum úr Firðinum. Víkingarnir voru augljóslega tilbúnir að deyja fyrir þrjú stig en FH-ingar virtust halda að þetta yrði þægileg ganga í garðinum. Þeir voru ekki tilbúnir að mæta baráttuglöðum Víkingum sem pressuðu út um allan völl. FH fékk ekki sekúndu með boltann og þessi magnaða mótspyrna gestanna virtist koma þeim í opna skjöldu. Hún hefði ekki átt að gera það. Það var afar sanngjarnt þegar Egill kom Víkingi yfir með laglegu skallamarki eftir sendingu frá Sigurði Agli. Víkingur hefði átt að ná tveggja marka forskoti undir lok hálfleiksins þegar Kemar Roofe fékk frían skalla á markteig. Skallinn var slakur og Gunnleifur gerði vel í að verja. Roofe var síðan fáranlega seinn á fætur til þess að taka frákastið og FH slapp með skrekkinn. 0-2 hefði ekki verið ósanngjarnt í hálfleik. Það var enginn taktur í leik FH í fyrri hálfleik. Vörnin slök, miðjan úti á túni og þar af leiðandi fengu sóknarmennirnir ekki úr neinu að moða. Allar aðgerðir FH-inga voru hægar og fyrirsjáanlegar. Mestu munaði þó um að þeir voru ekki til í að slást eins og Víkingar um boltann. Víkingar lögðust nokkuð til baka í síðari hálfleik og leyfðu FH að sækja. Þó svo FH hefði haft yfirburði út á vellinum gekk liðinu nákvæmlega ekki neitt að skapa sér færi. Það var aðeins fyrir snilldartilþrif Hannesar sem FH náði að jafna. Hann negldi þá boltanum í fjærhornið úr teignum. Afar smekklega gert. Annars var sóknarleikur FH tilviljanakenndur og hægur. Það var nákvæmlega ekkert að gerast hjá þeim. Þegar upp er staðið geta Víkingar nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki tekið öll stigin í þessum leik. Þeir mættu hrokafullu FH-liði sem hélt að það gæti unnið sigur á nýliðunum án þess að hafa fyrir því. Slíkt hugarfar kann aldrei góðri lukku að stýra og það er verk að vinna hjá þjálfarateymi FH að trekkja leikmenn í gang á nýjan leik og fá þá til þess að vinna fyrir hlutunum. Víkingar voru flottir. Pressuðu FH grimmt og börðust eins og ljón. Halldór Smári frábær á miðjunni sem og Rutgers í vörninni. Frammi var hinn 37 ára gamli Helgi Sigurðsson ódrepandi og hljóp líklega meira en fjórir FH-ingar samanlagt. Ef FH-ingar hefðu nennt að skila jafn góðu vinnuframlagi og þessi aldni höfðingi hefðu úrslit þessa leiks hugsanlega orðið önnur. FH-ingar nenntu því hins vegar ekki og þess vegna eru þeir í vandræðum þessa dagana.FH-Víkingur 1-1 0-1 Egill Atlason (28.) 1-1 Hannes Þ. Sigurðsson (74.) Áhorfendur: Ekki gefið upp. Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7. Skot (á mark): 13-10 (3-5) Varin skot: Gunnleifur 4 – Magnús 2 Horn: 8-5 Aukaspyrnur fengnar: 17-12 Rangstöður: 3-0FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 6 Björn Daníel Sverrisson 4 Freyr Bjarnason 3 (46., Tommy Nielsen 6) Pétur Viðarsson 5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 4 Hólmar Örn Rúnarsson 4 Hákon Atli Hallfreðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 4 Atli Viðar Björnsson 3 Ólafur Páll Snorrason 3 (46., Gunnar Kristjánsson 6) Hannes Þorsteinn Sigurðsson 6Víkingur (4-5-1) Magnús Þormar 6 Hörður Bjarnason 6 Egill Atlason 7 (55., Milos Milojevic 6) Mark Rutgers 7 Walter Hjaltested 6Halldór Smári Sigurðsson 7 – Maður leiksins Denis Abdulahi 5 Sigurður Egill Lárusson 5 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6 (68., Kjartan Dige Baldursson 4) Kemar Roofe 4 (57., Marteinn Briem 5) Helgi Sigurðsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira