Innlent

Tilraun til manndráps: Hringdi sjálfur eftir aðstoð

Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Karlmaður, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fyrir að hafa næstum orðið konu sinni að bana á sunnudaginn, hringdi sjálfur eftir aðstoð. Maðurinn, sem er fæddur árið 1950, réðist á konu sína á heimili þeirra í gærmorgun og tók hana kverkataki þar til hún missti meðvitund samkvæmt Fréttablaðinu.

Lögreglan staðfestir svo í samtali við Vísir að maðurinn hafi hringt sjálfur eftir aðstoð.

Þegar lögregla og sjúkraflutningamenn mættu á vettvang var konan ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir báru árangur og liggur konan nú þungt haldin á gjörgæslu Landspítalans. Ástand hennar er alvarlegt.

Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær. Hann hefur áður komist í kast við lögin eins og Fréttablaðið greinir frá í dag. Hann hlaut tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að fíkniefnamáli sem var það stærsta sinnar tegundar á níunda áratugnum.

Þá var hann, auk þriggja annarra manna, dæmdir fyrir að smygla rúmlega 700 grömmum af amfetamíni til landsins auk hassolíu.

Málið þótti einnig einstakt á sínum tíma þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem lögreglan notaði tálbeitu við rannsókn sakamáls.


Tengdar fréttir

Gæsluvarðhald vegna meintrar morðtilraunar

Karlmaður á sjötugsaldri, sem sakaður er um morðtilraun gegn eiginkonu sinni um fimmtugt, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí. Lögreglan lagði gæsluvarðhaldskröfuna fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Rannsaka tilraun til manndráps

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn fyrir tilraun til manndráps í austurborginni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×