Viðskipti erlent

Handtaka Strauss-Kahn gæti valdið Grikkjum vandamálum

Handtaka Dominique Strauss-Kahn getur hugsanlega valdið Grikkjum töluverðum vandamálum.

Strauss-Khan var á leið til fundar við Angelu Merkel kanslara Þýskalands til að ræða um aukna neyðaraðstoð til handa Grikkjum. Sá fundur var blásinn af í kjölfar handtökunnar.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tilkynnt að John Lipsky aðstoðarforstjóri sjóðsins muni hlaupa í skarðið fyrir Strauss-Kahn.

Breska blaðið The Guardian hefur eftir atvinnumálaráðherra Grikklands að handtaka Strauss-Kahn skapi óvissu um skjóta lausn á vandamálum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×