Innlent

Gæsluvarðhald vegna meintrar morðtilraunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gæsluvarðhalds verður krafist yfir manninum sem grunaður er um morðtilraunina.
Gæsluvarðhalds verður krafist yfir manninum sem grunaður er um morðtilraunina.
Karlmaður á sjötugsaldri, sem sakaður er um morðtilraun gegn eiginkonu sinni um fimmtugt, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí. Lögreglan lagði gæsluvarðhaldskröfuna fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var maðurinn handtekinn í morgun eftir að konan hans var endurlífguð í austurborginni. Ástand konunnar er mjög alvarlegt. Henni er nú haldið sofandi í öndunarvél.

DV greindi frá því í dag að áverkar væru á hálsi konunnar.




Tengdar fréttir

Rannsaka tilraun til manndráps

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn fyrir tilraun til manndráps í austurborginni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×