Innlent

Rannsaka alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. Mynd/ Pjetur.
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. Mynd/ Pjetur.
Kona varð fyrir alvarlegri líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Fréttavefur DV segir að konan hafi áverka á hálsi og sé ástand hennar talið mjög alvarlegt. Um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að lögreglan rannsaki umrætt atvik. Hann vildi ekki veita nánari upplýsingar en sagði að fréttatilkynning yrði send út síðar í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítalans er konan þungt haldin. Henni er haldið sofandi í öndunarvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×