Erlent

Verjandi Strauss-Kahn varar við fjölmiðlasirkus

Verjandi Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar fólk við því að dæma skjólstæðing sinn of fljótt. Strauss-Kahn var handtekinn í gær. Hann er sakaður um að hafa nauðgað hótelþernu í New York í gær og hefur verið ákærður vegna málsins.

„Við verðum að bíða þar til hægist um og sjá hvort þetta er satt eða bara eitthver upphlaup,“ segir Leon Lef Foster, verjandi Strauss-Kahn. „Við verðuma ð passa okkur á því að gera þetta ekki að fjölmiðlasirkus og við verðum að bíða þar til allt er orðið skýrt,“ segir Foster.

Greint hefur verið frá því að Dominique Strauss-Kahn hafði hug á að bjóða sig fram í forsetakosningum í Frakklandi 2012 áður en atvikið átti sér stað.


Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri AGS handtekinn vegna kynferðisbrots

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn í New York í dag. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn hótelþernu, eftir því sem fram kemur á vef The New York Times.

AGS tjáir sig ekki um mál framkvæmdastjórans

Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekkert tjá sig um mál framkvæmdastjóra sjóðsins, sem var handtekinn í gær.

Framkvæmdastjóri AGS ákærður fyrir nauðgun

Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, var handtekinn í New York í Bandaríkjunum í gærkvöld, sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×