Innlent

Var með barnið í bílnum

Frá vettvangi í gær
Frá vettvangi í gær Mynd/Anton
Maðurinn sem játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni að bana var, eftir því sem næst verður komist, með barn þeirra í bílnum þegar hann framdi voðaverkið. Heimildir fréttastofu herma að áður en hann fór með lík konunnar á Landspítala í Fossvogi í gærkvöldi, hafi hann farið með barnið heim til foreldra sinna.

Talið er að konan hafi verið dáin áður en bílnum var ekið að spítalanum en ekki er ljóst hvort konan lést í bílnum eða annars staðar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að vitað sé að hún og maðurinn hafi átt leið um Heiðmörk skömmu áður og snýr rannsókn lögreglu meðal annars að því að finna brotavettvang.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður líklega farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum síðar í dag.


Tengdar fréttir

Þekkti fórnarlambið

Maðurinn sem játaði að hafa orðið konu að bana í kvöld þekkti fórnarlamb sitt. Maðurinn, sem er 25 ára gamall og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, ók bifreið sinni að Landspítalanum í Fossvogi á áttunda tímanum í kvöld.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Gæsluvarðhaldskrafa yfir manninum sem játað hefur að hafa orðið barnsmóður sinni að bana í gær var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjaness nú rétt fyrir tvö. Dómari féllst á kröfuna og hefur maðurinn verið úrskurðaður í varðhald til 27. maí næstkomandi. Yfirheyrslur fóru fram yfir manninum í gærkvöldi og stóðu þær fram eftir nóttu.

Játar að hafa banað barnsmóður sinni

Ungur maður játaði fyrir lögreglu í gærkvöldi að hafa orðið barnsmóður sinni að bana. Hann hafði komið akandi að Landspítalanum í Fossvogi á áttunda tímanum með lík hennar í skotti bíls síns.

Karlmaður á þrítugsaldri í haldi

Að minnsta kosti einn karlmaður er í haldi hjá lögreglunni vegna líks sem fannst í farangursgeymslu bifreiðar fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×