Foreldrar Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007 og hefur verið leitað síðan, hafa biðlað til Dave Cameron forsætisráðherra Breta að hann fyrirskipi óháða rannsókn á hvarfi hennar. Þá krefjast þau þess að öll gögn í málinu verði gerð opinber.
Um þessar mundir eru átta ár frá því Madeleine kom í heiminn en hún var þriggja ára þegar hún hvarf. Foreldrarnir birtu í dag bréfið í dagblaðinu The Sun en óljóst er hvort ráðherrann verði við óskum þeirra.
Foreldrar Madeleine biðla til forsætisráðherra Breta

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent